Orð kvöldsins á vefnum
Orð kvöldsins er samvinnuverkefni Kristilegs félags heilbrigðisstétta og Hins íslenska biblíufélags með góðum stuðningi Útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar sem annaðist upptökur. Á vefnum er birt hugvekja fyrir hvern dag ársins. Píanóundirspilið við lestrana er samið af Ragnhildi Ásgeirsdóttur og flutt af Aðalheiði Þorsteinsdóttur.
Höfundar og flytjendur efnis á vefnum eru:
- Bergþóra Baldursdóttir
- Séra Díana Ósk Óskarsdóttir
- Séra Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir
- Guðlaugur Gunnarsson
- Guðmundur Brynjólfsson djákni
- Sveinn Valgeirsson
- Séra Valgeir Ástráðsson
Upplýsingar um persónuvernd
Hið íslenska biblíufélag sér um viðhald og þróun síðunnar. Félagið deilir ekki persónugreinanlegum gögnum um notendur vefsíðunnar með þriðja aðila.
Síðan er tengd við efni af öðrum vefsíðum. Tengt efni frá öðrum síðum hegðar sér að jafnaði líkt og notandi hafi heimsótt þá síðu. Tengdar síður geta þess vegna safnað gögnum um þig, notað vefkökur eða annan eftirlitsbúnað ef þú ert skráð/ur inn á þær síður.
Við notum greiningartæki til að fylgjast með síðunni. Gögnin sem eru tekin saman eru ekki persónugreinanleg og við notum þau til að greina notkun síðunnar, til að bæta upplifun notenda og eins notum við gögnin við skýrslugerð og þróun kynningarefnis. Ekkert af þeim gögnum eru persónugreinanleg.
Ópersónugreinanleg gögn um umferð á síðunni eru geymd um ótakmarkaðan tíma. Öllum persónulegum gögnum er eytt strax og notkun þeirra er lokið. Ef notendur skrá sig inn á vefsíðuna, þá geymum við þau gögn sem notendur skrá sjálfir inn, þar til þeir eyða gögnum sínum eða óska eftir að þeim verði eytt. Notendur hafa aðgang til að sjá, breyta og eyða notendagögnum sem þeir skrá sjálfir í kerfið. Vefumsjónaraðilar geta einnig breytt og/eða eytt þeim gögnum.